Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 26. janúar 2015 13:30
Magnús Már Einarsson
Eiður og Heskey fá meiri samkeppni
Adam Le Fondre.
Adam Le Fondre.
Mynd: Getty Images
Eiður Smári Guðjohnsen og Emile Heskey munu fá meiri samkeppni um framherja stöður Bolton á næstunni.

Bolton er að landa framherjanum Adam Le Fondre á láni frá Cardiff.

Hinn 28 ára gamli Le Fondre hefur ekki náð sér á strik með Cardiff að undanförnu og má fara frá félaginu.

Eiður og Heskey leiddu framlínu Bolton í leiknum gegn Liverpool í enska bikarnum um helgina.

Heskey meiddist aftan í læri í leiknum og verður frá keppni tvær til þrjár vikurnar af þeim sökum. Hann missir því af því þegar Bolton mætir Liverpool aftur í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner