mán 26. janúar 2015 15:00
Fótbolti.net
Erum við að hleypa strákunum of ungum út?
Svar við fyrirspurn í sérfræðingahorni Fótbolta.net
Tryggvi Guðmundsson.
Tryggvi Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net hefur opnað sérfræðingahorn á síðunni þar sem lesendur geta sent inn fyrirspurnir um allt sem tengist fótbolta á einhvern hátt.

Gylfi Logason, 14 ára, kom með spurningu um unga atvinnumenn.

Tryggvi Guðmundsson svaraði þeirri spurningu en hann fór sjálfur út í atvinnumennsku á sínum tíma og á 15 ára gamlan son sem gæti farið erlendis í atvinnumennsku í framtíðinni.

Ég var að spá hvort á Íslenskir strákar væru að fara of ungir út, ég sé ekkert nema x kominn heim (Staðfest) og svo kvarta þeir alltaf yfir meiðslum. Strákarnir sem fara seinna út finnst mér líka standa sig betur eins og Viðar og Alfreð. Mín spurning er erum við að hleypa strákunum of ungum út sem ég held að gæti hindrað þeirra "development" og þurfum við að hafa eitthvað "philosophy" yfir þessu?
Sæll Gylfi.
Það er ekkert eitt rétt í þessu eins og í mörgu öðru í boltanum. Það eru til góð dæmi um "late bloomers" eins og einmitt Alfreð og Viðar. Ég fór einnig sjálfur út 22 ára gamall. Einnig eru til dæmi um stræaka sem hafa farið ungir út og staðið sig eins og Gylfi, Kolbeinn, Rúrik, Hörður Björgvin og fleiri. Þetta fer eftir því hvernig hugsað er um þessa ungu stráka þegar út er komið og eins að sjálfsögðu reynir á karaktera leikmannanna sjálfra. Það getur verið erfitt sem ungur drengur að koma í nýtt umhverfi, læra nýtt tungumál og standa á eigin fótum. Ekkert hótel mamma lengur. Sumir tækla þessar aðstæður og aðrir ekki. Svo geta að sjálfsögðu meiðsli sett strik í reikninginn. Það er því erfitt að svara þessari spurningu þar sem svo margir þættir spila hér inní. Sumir hafa tekið foreldra með sér út og það hjálpar en að sjálfsögðu eru ekki allir sem eru í aðstöðu til þess.
Kveðja, Tryggvi Guðmundsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner