mán 26. janúar 2015 17:30
Elvar Geir Magnússon
Guardiola ekkert að flýta sér að semja
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Bayern München, segist glaður bíða með að fara í viðræður um nýjan samning þar til eftir yfirstandandi tímabil.

Samningur Guardiola er til júní 2016 en hann tók við Bayern í janúar 2013 og vann þýsku úrvalsdeildina og bikarinn á sínu fyrsta tímabili.

„Það er nægur tími til að ræða nýjan samning eftir tímabilið. Ég hef notið þess gríðarlega að starfa fyrir félagið. Það var draumur sem rættist þegar ég fékk starfið," segir Guardiola.

Æðstu menn innan félagsins hafa ekkert farið leynt með það að þeir vilja halda Guardiola sem lengst hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner