mán 26. janúar 2015 14:56
Magnús Már Einarsson
Kínverjar tóku yfir stuðningsmannasíðu Selfyssinga
Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Félagaskipti Viðars Kjartanssonar til Jiangsu Sainty í Kína hafa vakið athygli.

Viðar Örn ólst upp hjá Selfyssingum og einhverjir aðilar frá Kína hafa veitt því athygli.

Aðilarnir hafa hertekið Selfoss.org, stuðningsmannasíðu Selfyssinga, og hakkað sig inn á hana. Síðan er núna öll á kínversku.

,,Þetta er mjög fyndið, við vitum eiginlega ekki hvaða skref við tökum næst með síðuna," sagði Tómas Þóroddsson við Fótbolta.net í dag en hann hefur skrifað á Selfoss.org í gegnum tíðina.

,,Við erum eitthvað svo pínkulítill klúbbur núna, kínverska alþýðulýðveldið búið að taka yfir og ætli það sé ekki best að lata Viðar Örn tala beint við aðalritara flokksins út i Kína. Annars væri auðvitað best að lita a þetta sem sóknarfæri fyrir ungmennafelagið inn á nýjan markað."
Athugasemdir
banner
banner
banner