Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 26. janúar 2015 13:00
Fótbolti.net
Kjarnafæðismótið: Jafnt í baráttuleik Leiknis F. og KF
Andri Freyr jafnaði fyrir KF í lokin.
Andri Freyr jafnaði fyrir KF í lokin.
Mynd: KF
Almar Daði skoraði tvö.
Almar Daði skoraði tvö.
Mynd: 123.is/leiknirfaskrudsfirdi
Leiknir F. 3 – 3 KF
1 – 0 Almar Daði Jónasson (25´)
1 – 1 Hrafnkell Freyr Ágústsson (30´)
2 – 1 Almar Dagði Jónasson (64´)
3 – 1 Björgvin Stefán Pétursson (87´)
3 – 2 Sjálfsmark mótherja (87´)
3 – 3 Andri Freyr Sveinsson (90´)

Leiknir og KF gerðu 3-3 jafntefli í hörkuleik sem var mjög kaflaskiptur. Leikmenn KF voru áberandi sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og fengu nokkur góð færi til að skora en það voru Leiknismenn sem skoruðu fyrsta markið eftir hornspyrnu og klafs í teignum. Þar var að verki besti maður vallarins, Almar Daði Jónsson. Þetta var á 25 mín. leiksins en KF liðið sótti áfram og jöfnuðu með þrumuskoti Hrafnkells Ágússonar 5 mín. síðar.

Jón Björgvin Kristjánsson fékk svo dauðafæri á 38 mín þegar hann skallaði boltann yfir mark andstæðinganna af stuttu færi. Jafnt í leikhléi en í s.h. komu Leiknismenn betur stemmdir, héldu boltanum vel og stjórnuðu leiknum. Þeir uppskáru annað mark á 64 mín. þegar Almar Daði skoraði aftur eftir slæm mistök í vörn KF. Áfram sóttu austfirðingar og á 87 mín skoraði fyrirliðinn Björgvin Stefán Pétursson frábært skallamark eftir vel framkvæmda aukaspyrnu. Flestir héldu að öruggur sigur Leiknis væri í höfn en strax í næstu sókn skoruðu Leiknismenn skondið sjálfsmark.

Einn sóknarmaður KF og varnarmaður Leiknis börðust um boltann og af varnarmanninum barst boltinn með miklum snúningi inná teiginn og markvörður Leiknis ætlaði að grípa boltann en hann snerist hreinlega fram hjá honum og skrúfaðist í markið. Við þetta hresstust leikmenn KF og sóttu stíft og eftir hornspyrnu og baráttu í teignum barst boltinn til fyrirliðans Andra Freys Sveinssonar sem skoraði af stuttu færi og jafnaði leikinn. Hlynur Bjarnason, leikmaður Leiknis lét svo skapið hlaupa með sig í gönur og uppskar tvö gul spjöld með stuttu millibili og var því sendur í bað um það bil 15 sek á undan lokaflautinu.

Áhorfendur ca 30
Maður leiksins: Almar Daði Jónsson, Leikni
Athugasemdir
banner
banner
banner