mán 26. janúar 2015 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Sheringham með laglega vippu
Mynd: Getty Images
Teddy Sheringham tók þátt í góðgerðarleik fyrir Fernando Ricksen vegna baráttu hans við MND (motor neurone disease).

Ricksen var leikmaður Rangers frá 2000 til 2006 og á 12 landsleiki að baki fyrir Holland.

Teddy Sheringham var í Fernando Ricksen All Stars liðinu sem lagði Rangers Select liðið af velli 7-4.

Sheringham skoraði fyrsta mark leiksins á fjórðu mínútu með laglegri vippu sem má sjá hér fyrir neðan. Sheringham verður 49 ára í apríl.


Athugasemdir
banner
banner