mán 26. janúar 2015 12:00
Fótbolti.net
„Smeykur um að Gylfi hafi farið örlítið fram úr sér"
Svar við fyrirspurn í sérfræðingahorni Fótbolta.net
Gylfi gengur af velli eftir rauða spjaldið.
Gylfi gengur af velli eftir rauða spjaldið.
Mynd: Getty Images
Fótbolti.net hefur opnað sérfræðingahorn á síðunni þar sem lesendur geta sent inn fyrirspurnir um allt sem tengist fótbolta á einhvern hátt.

Sigurður Stefánsson kom með spurningu um rauða spjaldið sem Gylfi Þór Sigurðsson fékk gegn Blackburn um helgina.

Jóhannes Valgeirsson fyrrum dómari svaraði spurningunni.

Hvað segja reglurnar varðandi rauða spjaldið hjá Gylfa á móti Blackburn? Rautt eða gult?
Sælir,
Ég er smeykur um að Gylfi hafi farið örlítið fram úr sér með þessari tæklingu og hafi fengið réttmæta og sanngjarna refsingu fyrir að stofna öryggi leikmanns í hættu með alvarlega grófum leik:

12. grein knattspyrnulaganna:
Alvarlega grófur leikur Leikmaður telst hafa gerst sekur um alvarlega grófan leik ef hann sækir að mótherja með heiftarlegum hætti, eða af ruddaskap, er hann reynir að vinna knöttinn þegar hann er í leik.

Refsa ber fyrir tæklingu, sem stofnar öryggi mótherja í hættu, sem um alvarlega grófan leik sé að ræða. Sérhver sá leikmaður sem reynir að vinna knöttinn með því að stökkva að mótherja með heiftarlegum hætti, að framan, frá hlið eða að aftan, með öðrum fæti jafnt sem báðum, og stofnar þannig öryggi mótherja í hættu, telst hafa gerst sekur um alvarlega grófan leik.

Sjá einnig:
Myndband: Er þetta rautt á Gylfa?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner