banner
   mán 26. janúar 2015 09:30
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Stórliðin vilja fá Busquets
Powerade
Sergio Busquets.
Sergio Busquets.
Mynd: Getty Images
Í dag er vika í að félagaskiptaglugginn loki. Kíkjum á helsta slúðrið frá Englandi.



Sergio Busquets er að fara að ræða við Barcelona um nýjan samning eftir að Arsenal, Chelsea, Manchester City og Manchester United sýndu honum áhuga. (Daily Star)

Real Madrid ætlar ekki að selja Karim Benzema. (Daily Star)

Sam Allardyce, stjóri West Ham, vonast til að landa Darren Fletcher miðjumanni Manchester United áður en félagaskiptaglugginn lokar eftir viku. (Goal)

WBA er að nálgast kaup á Callum McManman kantmanni Wigan. (Daily Mirror)

Russell Slade, stjóri Cardiff, segir að Kenwyne Jones sé ekki til sölu. (Wales Online)

Chelsea er að skoða sína möguleika eftir að Fiorentina hafnaði tilboði liðsins í Juan Cuadrado og Shakhtar Donetsk hafnaði tilboði í Douglas Costa. (Goal)

Tottenham er að íhuga fimm milljóna punda tilboð í Danny Ings framherja Burnley. (Daily Mirror)

Nani telur að hann eigi ennþá framtíð fyrir sér hjá Manchester United en hann er í láni hjá Sporting Lisabon. (Daily Mail)

Daniel Sturridge er byrjaður að æfa á 100% krafti með Liverpool en síðasti leikur hans var í september. (Liverpool Echo)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner