Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 26. janúar 2015 14:36
Magnús Már Einarsson
Swansea áfrýjar ekki spjaldi Gylfa - Fer í þriggja leikja bann
Mynd: Getty Images
Swansea ætlar ekki að áfrýja rauða spjaldinu sem Gylfi Þór Sigurðsson fékk gegn Blackburn í enska bikarnum um helgina.

Gylfi fer sjálfkrafa í þriggja leikja bann en hann mun missa af leikjum gegn Southampton, Sunderland og WBA.

Hann mun snúa aftur gegn Manchester United eftir tæpan mánuð.

,,Spjaldið á Gylfa var svekkjandi. Þú getur ekki brugðist svona við eins og Gylfi gerði. Mér fannst þetta samt ekki rautt spjald. Ég held að gult spjald hefði verið nóg." sagði Garry Monk stjóri Swansea um spjaldið hjá Gylfa.
Athugasemdir
banner
banner