Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
Niðurtalningin - Höfðinginn og Sörens hlæja að spánni
Niðurtalningin - Tími breytinga á Meistaravöllum
   mán 26. janúar 2015 15:30
Elvar Geir Magnússon
Upptaka - Pálmi Rafn: Skal skammast mín ef ég stend mig ekki
Pálmi Rafn og Bjarni Guðjónsson, nýr þjálfari KR.
Pálmi Rafn og Bjarni Guðjónsson, nýr þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég set pressu á sjálfan mig og mun gera allt sem ég þarf að gera til að standa mig fyrir KR.
„Ég set pressu á sjálfan mig og mun gera allt sem ég þarf að gera til að standa mig fyrir KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pálmi í landsleik árið 2010 en hann á 18 A-landsleiki.
Pálmi í landsleik árið 2010 en hann á 18 A-landsleiki.
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
„Það er spennandi að vera kominn aftur heim og ég bíð spenntur eftir því að fá að spila," segir miðjumaðurinn Pálmi Rafn Pálmason sem var gestur í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu 97,7 á laugardaginn en í spilaranum hér að ofan má hlusta á viðtalið.

Pálmi Rafn er kominn aftur í íslenska boltann en hann samdi við KR eftir að hafa leikið sem atvinnumaður í Noregi frá 2008. Fyrst með Stabæk og svo með Lilleström en hann varð norskur meistari með Stabæk.

„Inni á vellinum voru þetta góð ár og maður náði að vinna gull. Þetta var upp og niður, aðallega var þetta niður utan vallar. Ég elti fjárhagsvandræði klúbbana. Ástandið í Noregi er bara þannig að félögin eru að glíma við fjárhagsvandræði. Ég var það „heppinn" að hitta á þá tvo klúbba sem eru kannski í mestu vandræðunum," segir Pálmi en Stabæk fór full geyst.

„Þeir eru mjög stórhuga og það var allt á uppleið þarna. Það var byggð íþróttahöll en hún gekk ekki alveg eins og hún átti að ganga þó hugmyndin hafi verið góð. Það var of stór biti sem þeir réðu ekki við. Það er leiðinlegt hvernig þetta fór því klúbburinn er afar flottur."

Besta tímabil Pálma var í fyrra
Pálmi fór til Lilleström 2012 en þar fékk hann einnig að kynnast fjárhagsörðugleikum. Hann segir að leikmenn hafi gert vel í stöðunni en Lilleström átti flott tímabil í fyrra og hafnaði í fimmta sætinu.

„Við leikmenn náðum að höndla stöðuna ansi vel tel ég. Eins og til dæmis síðasta tímabil þar sem við vorum að spila mjög vel. Auðvitað er staðan leiðinleg en þú hugsar ekkert út í þetta þegar komið er inn á völlinn. Það var alltaf góð stemning í klefanum og við leikmenn stóðum saman og vorum opnir með þetta okkar á milli."

„Við vorum að spila flottan bolta og síðasta ár var klárlega mitt besta tímabil. Það var áhugi á mér og komu tilboð en þau voru ekki nægilega spennandi fyrir okkur fjölskylduna til að vera úti áfram. Þá var nú bara betra að koma heim, setjast að og leyfa strákunum að hitta ömmu og afa."

Pálmi viðurkennir að hafa verið nokkuð móðgaður yfir tilboðinu sem Lilleström bauð honum um nýjan samning.

„Þetta var langt undir launaþakinu sem þeir voru að setja, mér fannst ég eiga meira skilið. Ég var fúll yfir þeirra tilboði miðað við það sem ég hafði gert fyrir þá. Mér fannst áhugi þeirra ekki nægilega mikill," segir Pálmi.

Kitlaði mikið að fara í KA
Það var mikill áhugi á Pálma hérna heima en á endanum varð KR fyrir valinu.

„KR-ingar hjálpa okkur mikið að koma okkur fyrir. Svo förum við út í vinnur og þetta hefðbundna íslenska líf sem okkur hlakkar til að takast á við. Við vorum ekkert endilega að hugsa um fjárhagslegu hliðina með því að koma heim. Eldri strákurinn okkar fer að fara í skóla og það þarf að undirbúa það og annað slíkt."

„Ég veit að það eru hellings gæði í Pepsi-deildinni og þetta verður alvöru barátta. Ég er spenntur fyrir því að takast á við þetta. Ég set pressu á sjálfan mig og mun gera allt sem ég þarf að gera til að standa mig fyrir KR. Ég reikna með að ég muni gera það, ef ekki þá skal ég skammast mín."

Pálmi ólst upp hjá Völsungi á Húsavík en fór 19 ára gamall til KA sem nú er í 1. deild. KA vildi fá Pálma aftur og viðurkennir hann að hafa hugsað það alvarlega.

„Það var alveg inni í myndinni fram á síðustu stundu. Þetta eru okkar heimaslóðir og það kitlaði mikið. Ég leit líka á það sem áskorun að koma KA upp í efstu deild með félögunum þar. Það var virkilega inni í myndinni."

„Ég var þakklátur fyrir þann áhuga sem mér var sýndur. Ég var að fylgja hjartanu og mér fannst að þetta væri eitthvað sem ég átti að gera. KR er stærsti klúbburinn á landinu og þarna er pressa og væntingar. Þarna á að berjast um titla og ég vil gera það," segir Pálmi.

Félögin eiga frekar að búa til sitt eigið mót
Hann fær ekki að leika neitt með KR á Reykjavíkurmótinu vegna reglna sem gerir það að verkum að hann fær ekki keppnisleyfi fyrr en í næsta mánuði. Hann telur að félög eigi að íhuga það að segja sig úr mótinu.

„Þetta er fáránlegasta regla sem ég veit um. Þessi ótrúlega regla gerir það að verkum að ég fæ ekkert að spila fyrr en 20. febrúar eða eitthvað. Þetta er með ólíkindum og mér finnst að lið eigi frekar að sleppa þessu móti og búa bara til sitt eigið. Það verður að fá að prófa leikmenn og setja liðið sitt upp."

Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner