Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 26. febrúar 2015 09:30
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
De Gea og Van Gaal talast ekki við
Powerade
De Gea og Louis van Gaal talast ekki við.  Er spænski markvörðurinn á förum?
De Gea og Louis van Gaal talast ekki við. Er spænski markvörðurinn á förum?
Mynd: Getty Images
Hér er allt helsta slúður dagsins úr enska boltanum. Njótið!



Kevin De Bruyne, kantmaður Wolfsburg, vill komast í ensku úrvalsdeildina á nýjan leik. Manchester United er að íhuga að kaupa þennan fyrrum leikmann Chelsea á 30 milljónir punda. (Daily Express)

Liverpool og Manchester United eru að fylgjast með brasilíska varnarmanninum Danilo en hann var að hafna nýjum samningi hjá Porto. (Daily Mirror)

Tottenham vill fá Aymen Abdennour varnarmann Monaco í sínar raðir. (Daily Mirror)'

Andreas Perreira, leikmaður Manchester United, hefur hafnað nýjum samningi við félagið en þessi 19 ára gamli Brasilíumaður gæti verið á leið til Juventus. (Daily Mail)

West Ham hefur fengið framherjann Robert Lipovac á reynslu en þessi 18 ára gamli leikmaður er samherji Gunnars Heiðars Þorvaldssonar hjá Hacken í Svíþjóð. (Daily Mail)

Aaron Lennon vill fara til Everton í sumar en hann er á láni hjá félaginu frá Tottenham. Talið er að Lennon kosti sjö milljónir punda. (London Evening Standard)

David De Gea hefur ekki talað við Louis van Gaal stjóra Manchester United í nokkra mánuði og viðræður Spánverjans um nýjan samning ganga illa. (Manchester Evening News)

Tyler Blackett er hins vegar við það að skrifa undir nýjan tveggja og hálfs árs samning við Manchester United. (The Times)

Jordon Ibe, leikmaður Liverpool, verður valinn í enska landsliðið fljótlega til að koma í veg fyrir að hann spili fyrir nígeríska landsliðið í framtíðinni. (Daily Mail)

Olivier Giroud, leikmaður Arsenal, segir að fjórir til fimm leikmenn í hverju einasta liði séu reykingarmenn. (L'Equipe)

Gael Clichy, varnarmaður Manchester City, hefur ásakað dómarann Felix Brych um að hafa hjálpað Barcelona í leik liðanna í fyrradag. (Daily Star)

Remi Garde, fyrrum þjálfari Lyon, vill taka við Newcastle í sumar. (Newcastle Chronicle)
Athugasemdir
banner
banner
banner