Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 26. febrúar 2015 16:54
Elvar Geir Magnússon
Evrópudeildin - Byrjunarlið: Sókndjarft lið Liverpool
Emre Can er á miðjunni í kvöld.
Emre Can er á miðjunni í kvöld.
Mynd: Getty Images
Klukkan 18:00 verður flautað til leiks í leik Besiktas og Liverpool í Tyrklandi en um er að ræða seinni viðureign liðanna í Evrópudeild UEFA. Liverpool vann fyrri leikinn á Anfield 1-0.

Jordan Henderson, Philippe Coutinho, Mamadou Sakho og Glen Johnson verða fjarri góðu gamni hjá Liverpool í kvöld. Þeir eru allir meiddir nema Johnson sem er veikur.

Þá eru Steven Gerrard og Lucas Leiva enn á meiðslalistanum en byrjunarlið Liverpool má sjá hér að neðan. Þar er blásið til sóknar.

Á sama tíma leika Fiorentina og Tottenham á Ítalíu en fyrri leikurinn þar endaði með 1-1 jafntefli. Fylgst er með leikjum kvöldsins í úrslitaþjónustu á forsíðu.

Byrjunarlið Liverpool: Mignolet, Toure, Skrtel, Lovren; Ibe, Allen, Can, Moreno; Sterling, Sturridge; Balotelli.
(Varamenn: Ward, Manquillo, Williams, Brannagan, Lallana, Lambert, Borini)

Byrjunarlið Tottenham: Lloris; Chiriches, Fazio, Vertonghen, Davies; Bentaleb, Stambouli; Chadli, Eriksen, Lamela; Soldado.
(Varamenn: Vorm, Rose, Walker, Mason, Paulinho, Townsend, Kane)

Leikir dagsins í Evrópudeildinni:
17:00 Dynamo Moskva - Anderlecht (0-0)
17:00 Zenit - PSV Eindhoven (1-0)
18:00 Besiktas - Liverpool (0-1) Stöð 2 Sport)
18:00 Fiorentina - Tottenham (1-1) (Stöð 2 Sport 4)
18:00 Borussia M'Gladbach - Sevilla (0-1)
18:00 Dynamo Kiev - Guingamp (1-2)
18:00 Inter - Celtic (3-3)
18:00 Legia Varsjá - Ajax (0-1)
18:00 Salzubrg - Villarreal (1-2)
20:05 Everton - Young Boys (4-1) (OPINN á Stöð 2 Sport)
20:05 Athletic Bilbao - Torino (2-2)
20:05 Club Brugge - Álaborg (3-1)
20:05 Feyenoord - AS Roma (1-1)
20:05 Napoli - Trabzonspor (4-0)
20:05 Olympiakos - Dnipro (0-2)
20:05 Sporting CP - Wolfsburg (0-2)



Athugasemdir
banner
banner
banner