Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 26. febrúar 2015 21:56
Daníel Freyr Jónsson
Evrópudeildin - Úrslit: Everton og Napoli áfram
Mirallas skoraði þriðja mark Everton.
Mirallas skoraði þriðja mark Everton.
Mynd: Getty Images
Napoli fór áfram.
Napoli fór áfram.
Mynd: Getty Images
Everton komst auðveldlega áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar með 3-1 sigri á Young Boys á heimavelli í kvöld.

Þeir bláklæddu unnu fyrri leikinn í Sviss 4-1 og var viðureignin í kvöld því einungis formsatriði.

Everton lenti reyndar 1-0 undir í fyrri hálfleik, en svöruðu með þremur mörkum fyrir leikhlé. Mörkin höfðu belgískt þema, þar sem Romelu Lukaku gerði tvö mörk og Kevin Mirallas eitt.

Napoli er einnig komið áfram eftir að hafa lagt tyrkneska liðið Trabzonspor að velli, 1-0. Fyrri leikurinn fór 4-0 í Tyrklandi og voru Rafael Benitez og hans menn því svo gott sem komnir áfram fyrir leikinn í kvöld.

Sporting er einnig komið áfram eftir markalaust jafntefli gegn Wolfsburg á heimavelli eftir að hafa unnið fyrri leikinn 2-0, auk þess sem Torino sló óvænt Athletic Bilbao út.

Torino sótti sigur í Baskahérað og vann 3-2 og fer áfram með samtals 5-4 sigur úr leikjunum tveimur.

Club Brugge og Dnipro eru einnig komin áfram og þá komst Roma áfram.

Everton 3 - 1 Young Boys (7-2)
0-1 Sekou Junior Sanogo ('13 )
1-1 Romelu Lukaku ('25 , víti)
2-1 Romelu Lukaku ('30 )
3-1 Kevin Mirallas ('42 )

Athletic 2 - 3 Torino (4-5)
0-1 Fabio Quagliarella ('16 , víti)
1-1 Andoni Iraola ('44 )
1-2 Maxi Lopez ('45 )
2-2 Oscar de Marcos ('61 )
2-3 Matteo Darmian ('68 )

Sporting 0 - 0 Wolfsburg (0-2)

Club Brugge 3 - 0 AaB Aalborg (6-1)
1-0 Victor Vazquez ('11 )
2-0 Mamadou Obbi Oulare ('64 )
3-0 Boli Bolingoli-Mbombo ('74 )

Olympiakos 2 - 1 Dnipro (2-3)
1-0 Konstantinos Mitroglou ('14 )
1-1 Artem Fedetskiy ('22 )
2-1 Alejandro Dominguez ('90 , víti)
Rautt spjald:Luka Milivojevic, Olympiakos ('52)

Napoli 1 - 0 Trabzonspor (5-0)
1-0 Jonathan de Guzman ('19 )

Feyenoord 1 - 2 Roma (2-3)
0-1 Adem Ljajic ('45 )
1-1 Elvis Manu ('57 )
1-2 Gervinho ('60 )
Athugasemdir
banner
banner