Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 26. febrúar 2015 18:43
Magnús Már Einarsson
FH og KSÍ ná samkomulagi
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Náðst hefur samkomulag milli KSÍ og FH vegna útgáfu KSÍ á skírteinum , sem gefin voru út umfram reglugerð fyrir árið 2013.

Knattspyrnudeild FH stefndi KSÍ og krafðist þess að fá skaðabætur þar sem KSÍ hafði gefið út of marga frímiða sem gilda á alla leiki á Íslandi.

FH hefur nú fallið frá frekari málshöfðun eftir að samkomulag náðist á milli aðila. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá Íslenskum Toppfótbolta, KSÍ og FH.


Fréttatilkynning:
Í dag fimmtudagurinn 26. febrúar 2015 að tilstuðlan Íslensk Toppfótbolta (ITF) hefur náðst samkomulag milli Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) og Fimleikafélags Hafnafjarðar (FH), vegna útgáfu KSÍ á skírteinum , sem gefin voru út umfram reglugerð fyrir árið 2013. Mál FH gegn KSÍ fellur niður með þessu samkomulagi.

Aðilar eru sammála um eftirfarandi:
KSÍ viðukennir að hafa farið framúr reglugerð um útgáfu A-skírteina og biðst afsökunnar á að hafa farið fram úr heimildum.
FH fellur frá frekari málshöfðun gegn KSÍ vegna málsins.

Reykjavík, 26. febrúar 2015.
Geir Þorsteinsson Fh. KSÍ
Jón Rúnar Halldórsson F.h. FH
Ásgeir Ásgeirsson Fh. ITF
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner