Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 26. febrúar 2015 15:41
Magnús Már Einarsson
Heimild: Viðskiptablaðið 
Gylfi stefnir á að spila í Bandaríkjunum eða Dubai
Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Swansea.
Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Swansea.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson segir í viðtali við Viðskiptablaðið að það hafi alltaf verið draumur að spila á Spáni.

„Mig langaði alltaf að spila á Spáni en maður veit ekki hvað gerist," sagði Gylfi í viðtalinu.

Gylfi segist vilja spila í tvö ár með FH í lok ferilsins en fyrst vill hann prófa að spila utan Evrópu.

,,Eins og staðan er í dag sé ég mig ekkert fara frá Englandi nema síðustu tvö eða þrjú árin á ferlinum. Þá er ég að horfa til Bandaríkjanna eða Dubai og breyta algjörlega til. En næstu sex eða sjö árin verð ég bara á Englandi nema eitthvað allt annað myndi gerast,“ segir Gylfi í viðtalinu.

Gylfi segir að spænska deildin hafi alltaf heillað. „Þar er frábær fótbolti spilaður og spennandi að fá að spila með liðum eins og Real Madrid og Barcelona. Já og vera í frábæru veðri að spila fótbolta.“
Athugasemdir
banner
banner