fim 26. febrúar 2015 14:00
Magnús Már Einarsson
Jonas snýr aftur í hóp hjá Newcastle eftir krabbamein
Jonas segir Ryan Taylor brandara á æfingu.
Jonas segir Ryan Taylor brandara á æfingu.
Mynd: Getty Images
Jonas Gutierrez mun snúa aftur í leikmannahóp Newcastle þegar liðið mætir Aston Villa um helgina.

Jonas greindist með krappamein árið 2013 en hann hefur nú náð sér af því.

Í desember síðastliðnum snéri Jonas aftur með U21 árs liði Newcastle og nú mun hann snúa aftur í hópinn hjá aðalliði Newcastle um helgina.

,,Jonas Gutierrez er í hópnum. Það er möguleiki að hann verði á bekknum og það er frábært fyrir alla," sagði John Carver stjóri Newcastle.

Jonas er 31 árs gamall Argentínumaður en hann hefur verið á mála hjá Newcastle síðan árið 2008.
Athugasemdir
banner
banner
banner