Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 26. febrúar 2015 21:38
Daníel Freyr Jónsson
Kynþáttahatur í Rotterdam - Leikurinn stöðvaður tvisvar
Uppblásnum banana var kastað á völlinn í fyrri hálfleik.
Uppblásnum banana var kastað á völlinn í fyrri hálfleik.
Mynd: Twitter
Leikur Feyenoord og Roma sem fram fer þessa stundina í Hollandi hefur verið stöðvaður í annað sinn vegna kynþáttaníðs stuðningsmanna heimaliðsins.

Fyrr í leiknum var uppblásnum banana kastað inn á völlinn og var því beint að Gervinho, framherja Roma.

Leikurinn var síðan stöðvaður á ný í upphafi síðari hálfleiks. Voru þá leikmennirnir teknir af velli eftir að Gervinho varð fyrir barðinu á haturssöngum.

Þess má geta að stuðningsmenn Feyenoord gengu berserksgang í Rómaborg fyrir viku síðan þegar liðin mættust. Skemmdu þeir meðal annars fornan gosbrunn.

Uppær kl. 21:43:
Leikurinn er kominn af stað á ný og er staðan 1-1.
Athugasemdir
banner
banner
banner