Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 26. febrúar 2015 13:30
Elvar Geir Magnússon
Parma sekkur eins og Titanic
Alessandro Melli, kallaður Sandro.
Alessandro Melli, kallaður Sandro.
Mynd: Getty Images
Sandro Melli, starfsmaður Parma, segir að félagið sökkvi eins og Titanic og vandamálin hafi hafist fyrr en á þessu tímabili. Þetta sögufræga ítalska félag er á barmi gjaldþrots, leikmenn þurfa að þrífa treyjurnar sjálfir heima og búið er að taka húsgögn í félagsheimilinu upp í skuldir.

„Ég hef gert mér grein fyrir því að við erum um borð í Titanic. Við lentum á ísjaka. Við sökkvum eftir fyrsta áreksturinn," segir Melli.

„Síðan 15. nóvember hefur fótboltinn ekki verið til staðar hjá Parma. Síðan okkur var tjáð að það yrði ekki settur meiri peningur í félagið hefur ekki verið rætt um fótbolta. Liðið fór út á völl en hausinn var ekki til staðar. Það er ekki hægt að vinna leik undir þessum kringumstæðum."

Melli fékk síðast borgað í júlí en konan hans sem vinnur á skrifstofu félagsins hefur ekki fengið borgað síðan i desember 2013. Hann segir að mikil spilling hafi átt sér stað innan félagsins og hæstráðendur borgað fyrir persónulega hluti með peningum Parma.

Parma skrapar botninn í ítölsku A-deildinni og mögulegt að félagið þurfi að draga sig úr keppni. Síðasta heimaleik liðsins var frestað þar sem félagið gat ekki borgað gæslufólki.
Athugasemdir
banner
banner
banner