banner
   fim 26. febrúar 2015 06:00
Elvar Geir Magnússon
Skráning hafin í sjö manna utandeildina fyrir sumarið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir í Breiðholti stendur fyrir sjö manna utandeild í fjórtánda sinn í sumar.

Deildin hefur verið gríðarlega vinsæl undanfarin ár og keppendur á ári hverju um 500 í 40 liðum að sumri til og um 250 í 20 liðum í sérstakri vetrardeild.

Mótið er með sama sniði og undanfarin ár. Leikið er 2×25 mínútur á félagssvæði Íþróttafélagsins Leiknis. Keppni fer fram í sumar og hefst í byrjun maí og fær hvert lið að meðtaltali 12 leiki.

Leikið er eftir reglum KSÍ um 7 manna-bolta og leikmenn sem leika í efstu og 1.deild eru ekki löglegir í mótinu. Leikir í deildarkeppninni fara fram í miðri viku en bikarkeppnin er leikin á sunnudögum.

Keppnisgjald í Gulldeildina er krónur 90.000 fyrir liðið og skulu þau lið sem hafa áhuga á að taka þátt senda þátttökutilkynningu á [email protected].

Þar þarf að koma fram nafn liðs, tveir tengiliðir, símanúmer og netfang. Greiða þarf staðfestingargjald 25000 kr fyrir 5. mars og fullnaðargreiðsla þarf að berast fyrir 5. april.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner