Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 26. febrúar 2015 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Twitter: Djörf tíst Arsenal vandræðaleg eftir leik
Arsenal varaði Monaco við Sanchez fyrir leik.
Arsenal varaði Monaco við Sanchez fyrir leik.
Mynd: Getty Images
Opinber Twitter aðgangur knattspyrnufélagsins Arsenal ákvað að kynda aðeins upp í gestunum frá Mónakó fyrir viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Emirates leikvanginum í gær.

Tístin frá aðgangi Arsenal voru frekar djörf miðað við að um grín var að ræða en Frakkarnir svöruðu fyrir sig og fara eflaust brosandi í bólið eftir frábæran sigur.

Arsenal FC @Arsenal:
,,Hvað með ykkur, @AS_Monaco? Eruði sjálfsöruggir? Taugaóstyrkir? Áhyggjufullir? #AFCvMON pic.twitter.com/wMNQUFaAIP"

AS MONACO @AS_Monaco:
,,Við erum bara spenntir fyrir því að spila í svona stórum leik, @Arsenal ! #ARSASM #GoMonaco pic.twitter.com/LLP6Df5dQz"

Arsenal FC @Arsenal:
,,.@AS_Monaco Þessi náungi mun ekki verða okkur til vandræða í kvöld - þannig hvern ættum við að vera hræddir við? #AFCvMON pic.twitter.com/sxSycncghU"

AS MONACO @AS_Monaco:
,,Af hverju ekki Dimitar Berbatov? Leikmaður sem stuðningsmenn @arsenal kunna að meta, ekki satt? ;) #ARSASM pic.twitter.com/n7FihrUzPo"

Arsenal FC @Arsenal:
,,.@AS_Monaco Ó já, Berbatov... hann skoraði á Emirates Stadium 2007 - en @bendtnerb52 átti lokaorðið! #AFCvMON pic.twitter.com/Eayxh391FH"

Arsenal tapaði leiknum á heimavelli og þarf að skora minnst þrjú mörk í síðari leiknum til að halda áfram í keppninni.
Athugasemdir
banner