sun 26. febrúar 2017 21:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Albrighton neitar því að hafa látið reka Ranieri
Albrighton átti í góðu sambandi við Ranieri
Albrighton átti í góðu sambandi við Ranieri
Mynd: Getty Images
Kantmaður Leicester, Marc Albrighton hefur neitað því að hann hafi átt einhvern þátt í því að láta reka Claudio Ranieri, fyrrum stjóra liðsins.

Ranieri var rekinn á fimmtudag, aðeins níu mánuðum eftir að hann stýrði Leicester til sigurs í ensku úrvalsdeildinni.

Enskir miðlar halda því fram að Albrighton, Wes Morgan, Jamie Vardy og Kasper Schmeichel hafi allir farið á fund eiganda Leicester og beðið hann um að reka Ranieri.

Albrighton er hins vegar reiður og í uppnámi vegna þessara frétta og sagði þær vera rangar.

„Þetta er algjörlega rangt. Ég átti í góðu sambandi við Ranieri og ég bar virðingu fyrir því hvað hann gerði fyrir félagið. Ég talaði við hann eftir að hann var rekinn og þakkaði honum persónulega fyrir allt sem hann gerði fyrir mig," sagði Albrighton
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner