Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 26. febrúar 2017 19:15
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Danmörk: Rúnar öflugur gegn FCK - Hjörtur í sigurliði
Hjörtur spilaði allan leikinn í sigri Bröndby
Hjörtur spilaði allan leikinn í sigri Bröndby
Mynd: Getty Images
Þrír leikir fóru fram í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld og voru tveir Íslendingar í eldlínunni.

Hjörtur Hermannsson spilaði allan leikinn fyrir Bröndby í hjarta varnarinnar þegar það sigraði Sonderjyske, 2-1.

Bröndby er nokkuð öruggt í 2. sæti deildarinnar, 9 stigum á eftir topplið Kaupmannahafnar og 10 stigum á undan Midtjylland sem er í 3. sæti.

Rúnar Alex Rúnarsson var í marki Nordsjælland þegar það mætti toppliði Kaupmannahafnar. Þar komust heimamenn í Nordsjælland yfir á 56. mínútu en strax í næstu sókn skoraði Federico Santander framhjá Rúnari og urðu það lokatölur. Rúnar átti góðar vörslur í leiknum og bjargaði stigi fyrir Nordsjælland.

Nordsjælland er í 10. sæti deildarinnar og eru 6 stigum á eftir úrslitakeppni um titilinn

Í þriðja leik dagsins sigraði AaB lið Silkeborgar, 3-0.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner