Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 26. febrúar 2017 18:27
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
England: Man Utd deildabikarmeistari - Zlatan hetjan
Zlatan var hetja Man Utd
Zlatan var hetja Man Utd
Mynd: Getty Images
Rooney lyftir bikarnum
Rooney lyftir bikarnum
Mynd: Getty Images
Manchester Utd 3 - 2 Southampton
1-0 Zlatan Ibrahimovic ('19 )
2-0 Jesse Lingard ('38 )
2-1 Manolo Gabbiadini ('45 )
2-2 Manolo Gabbiadini ('48 )
3-2 Zlatan Ibrahimovic ('87 )

Manchester United varð í kvöld deildabikarmeistari eftir sigur á Southampton í frábærum leik.

Man Utd var heppið að lenda ekki undir eftir að löglegt mark Manolo Gabbiadini var dæmt af vegna rangstöðu.

Zlatan Ibrahimovic kom Man Utd yfir á 19. mínútu og ekki leit það vel út fyrir Southampton þegar Jesse Lingard tvöfaldaði forystu Man Utd á 38. mínútu.

Southampton tókst hins vegar að skora mikilvægt mark undir lok fyrri hálfleiks þegar Gabbiadini minnkaði muninn í 2-1.

Gabbiadini var svo enn og aftur á ferðinni þegar hann jafnaði leikinn í upphafi seinni hálfleiks.

Þegar allt stefndi í framlengingu sendi Ander Herrera boltann beint á kollinn á Zlatan, sem skoraði sigurmarkið og tryggði Manchester United deildabikartitilinn árið 2017!

Þetta var fimmti deildabikartitill Man Utd og sá fjórði sem Mourinho sigrar.
Athugasemdir
banner
banner
banner