Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 26. febrúar 2017 18:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Hughes: Frammistaða Stoke óásættanleg
Hughes var ekki ánægður með sína menn í dag
Hughes var ekki ánægður með sína menn í dag
Mynd: Getty Images
Mark Hughes, stjóri Stoke var ósáttur með leik sinna manna eftir 4-0 tap gegn Tottenham í dag og segir að frammistaðan hafi verið óásættanleg.

Fyrri hálfleikur Stoke var skelfilegur og var staðan 4-0 í hálfleik eftir að Harry Kane hafði skorað þrennu.

Stoke náði að halda marki sínu hreinu í seinni hálfleik en náðu hins vegar ekki að skapa sér færi til þess að skora mark.

„Við spiluðum langt undir getu. Tottenham er mjög gott lið en við verðum að gera betur á lykilstundum leiksins. Við vorum bara lélegir í dag. Þetta er óásættanleg frammistaða," sagði Hughes.

Stoke er í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar
Athugasemdir
banner
banner
banner