Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   sun 26. febrúar 2017 23:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Le Tissier: Rangstöðumarkið var ógeðslegt
Le Tissier er goðsögn hjá Southampton
Le Tissier er goðsögn hjá Southampton
Mynd: Getty Images
Manolo Gabbiadini skoraði fullkomnlega löglegt mark fyrir Southampton í úrslitaleik deildabikarsins í dag gegn Manchester United en markið var engu að síður dæmt af vegna rangstöðu.

Markið hefði komið Southampton yfir en þess í stað komst Man Utd yfir stuttu seinna eftir að Zlatan skoraði beint úr aukaspyrnu.

Matt Le Tissier, goðsögn hjá Southampton segir að þessi ákvörðun aðstoðardómarans hafi verið ógeðsleg.

„Ef Southampton hefði skorað fyrsta mark leiksins, hefði leikurinn spilast allt öðruvísi."

„Á þessu stigi, þá verður aðstoðardómarinn að taka réttar ákvarðanir. Hann sér ekki einu sinni Gabbiadini, þannig hvernig getur hann dæmt rangstöðu á hann? Þetta er bikarúrslit og hann verður að geta tekið réttar ákvarðanir og þessi ákvörðun var ógeðsleg,"
sagði Le Tissier
Athugasemdir
banner