Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 26. febrúar 2017 09:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Manuel Neuer setti met í leiknum gegn Hamburg
Magnaður!
Magnaður!
Mynd: Getty Images
Manuel Neuer setti merkilegt met í þýsku úrvalsdeildinni í gær þegar hann hélt hreinu í 8-0 stórsigri Bayern Munich á Hamburg.

Neuer náði þeim merkilega áfanga að vera fljótasti leikmaðurinn til að ná að halda hreinu í 100 leiki, en þess má geta að Neuer náði metinu eftir að hafa leikið 183 leiki.

Metið átti áður Oliver Reck fyrrum markmaður Werder Bremen, hann setti þetta met eftir að hafa leikið 232 leiki.

Önnur skemmtileg staðreynd úr leiknum er sú að Carlo Ancelotti stjóri Bayern, var að stjórna sínum 1000 leik í gær.

Bayern Munich situr á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar, með fimm stiga forskot á RB Leipzig sem er í öðru sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner