Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 26. febrúar 2017 14:30
Kristófer Kristjánsson
Martin O'Neill útilokar að taka við Leicester
Martin O'Neill
Martin O'Neill
Mynd: Getty Images
Fyrrum stjóri Leicester, Martin O'Neill, hefur útilokað þann möguleika að hann snúi aftur til félagsins.

O'Neill kom Leicester í ensku úrvalsdeildina 1996 og vann enska deildarbikarinn tvívegis með félaginu á þeim fimm árum sem hann stýrði liðinu en hann ásakar núverandi leikmannahóp liðsins um að skorta rétt hugarfar.

„Leicester varð Englandsmeistari í fyrra," sagði O'Neill við BBC.

„Við erum að tala um að Manchester United, Manchester City, Arsenal, Liverpool, Chelsea og Tottenham gátu ekki náð liðinu sem varð meistari, þetta var ótrúlegt afrek sem verður ekki endurtekið í úrvalsdeildinni."

„Leikmennirnir tóku heiðurinn fyrir afrekið í fyrra og þeir verða að taka ábyrgð á ástandinu í dag."

O'Neill er í dag 64 ára og stjórnar írska landsliðinu og hann segist ánægður þar sem hann er.

„Ég fer ekki [til Leicester], ég er að njóta þess að stýra Írlandi og ég ætla halda því áfram."
Athugasemdir
banner
banner
banner