Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 26. febrúar 2017 19:20
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Mourinho: Zlatan gaf okkur bikarinn
Mourinho hefur unnið nokkra titla
Mourinho hefur unnið nokkra titla
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, sjtóri Manchester United var ánægður með sína menn er þeir sigruðu Southampton í úrslitaleik deildabikarsins í kvöld, 3-2.

Mourinho varð fyrsti stjóri Manchester United til þess að landa titli á sínu fyrsta tímabili.

„Ég er svolítið tilfinningaríkur. Það er ekki auðvelt að vinna titla og gera það svona oft. Það er ekki að halda í við pressuna sem ég set á sjálfann mig. Southampton voru góðir í dag og leikurinn ætti líklega að vera í framlengingu núna. Að vinna er alltaf sérstakt. Dagurinn sem ég verð ekki tilfinningaríkur þegar ég vinn, verður dagurinn sem ég fer heim," sagði Mourinho.

Mourinho hrósar hetju leiksins, Zlatan Ibrahimovic í hástert en hann skoraði tvö marka Man Utd og þar á meðal sigurmarkið.

„Zlatan vann leikinn fyrir okkur því hann var stórkostlegur. Southampton voru betri en við á köflum og áttu skilið að fara í framlengingu. En hann var munurinn á liðunum og gaf okkur bikarinn."
Athugasemdir
banner
banner
banner