Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 26. febrúar 2017 13:00
Kristófer Kristjánsson
Philippe Coutinho kallar eftir meiri einbeitingu
Coutinho skrifaði undir nýjan samning á dögunum
Coutinho skrifaði undir nýjan samning á dögunum
Mynd: Getty Images
Philippe Coutinho hefur hvatt liðsfélaga sína til að læra af mistökum sínum og vanmeta ekki Leicester City þegar liðin mætast annað kvöld.

Liverpool tapaði 2-0 gegn Hull City fyrr í mánuðinum sem var fimmti leikur liðsins í röð án sigurs.

Liðið sneri þó aftur á beinu brautina gegn Tottenham í síðasta leik og hef Coutinho nú brýnt fyrir liðsfélögum sínum að þeir hafi ekki efni á að gera fleiri mistök.

„Við verðum að ganga inn á völlinn með 100% einbeitingu og reyna gera það sama og við gerðum gegn Tottenham" sagði Coutinho við Sky Sports en Liverpool heimsækir King Power völlinn á mánudaginn, heimavöll Englandsmeistara Leicester sem ráku stjóra sinn, Claudio Ranieri, í vikunni.

„Við vorum ekki 100% einbeittir gegn Hull, ég veit ekki af hverju en stundum gerist það. Þú verður að spila vel frá fyrstu mínútu í ensku úrvalsdeildinni."

Liverpool er í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, 13 stigum frá toppliði Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner