Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 26. febrúar 2017 21:41
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Spánn: Real Madrid með magnaða endurkomu
Cristiano Ronaldo jafnaði leikinn úr vítaspyrnu
Cristiano Ronaldo jafnaði leikinn úr vítaspyrnu
Mynd: Getty Images
Villarreal 2 - 3 Real Madrid
1-0 Manu Trigueros ('50 )
2-0 Cedric Bakambu ('56 )
2-1 Gareth Bale ('64 )
2-2 Cristiano Ronaldo ('74 , víti)
2-3 Alvaro Morata ('83 )

Síðasti leikur dagsins í spænsku úrvalsdeildinni var hörkuleikur Villarreal og Real Madrid. Fyrir leik liðanna var Real Madrid í 2. sæti en Villarreal í 6. sæti.

Eftir markalausan fyrri hálfleik byrjuðu heimamenn í Villarreal vel í þeim seinni. Manu Trigueros kom heimamönnum yfir á 50. mínútu og Cedric Bakambu tvöfaldaði forystuna sex mínútum síðar. Staðan því orðin ansi svört fyrir Real Madrid.

En Madrídingar voru ekki lengi að snúa blaðinu sér í hag og minnkaði Gareth Bale muninn á 64. mínútu. Tíu mínútum síðar jafnaði Cristiano Ronaldo leikinn með marki úr vítaspyrnu.

Sigurmarkið kom svo á 83. mínútu og var það Alvaro Morata sem tryggði Real Madrid sigurinn eftir magnaða endurkomu.

Með sigrinum komst Real Madrid upp í toppsæti deildarinnar en þeir eru með eins stigs forystu á Barcelona, auk þess að eiga einn leik til góða.

Villarreal er enn í 6. sæti og eru í harðri baráttu um Evrópudeildarsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner