Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 26. febrúar 2017 20:29
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Þýskaland: Schalke og Hoffenheim skildu jöfn
Sebastian Rudy tryggði Hoffenheim eitt stig. Hér er hann gegn Eggert Gunnþóri
Sebastian Rudy tryggði Hoffenheim eitt stig. Hér er hann gegn Eggert Gunnþóri
Mynd: Getty Images
Tveir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Ingolstadt fékk Borussia M'gladbach í heimsókn og eftir markalausan fyrri hálfleik kom Lars Stindl gestunum yfir á 60. mínútu og undir lokin tvöfaldaði Andre Hahn forystu M'gladbach og þar við sat. 2-0 sigur M'gladbach.

Með sigrinum komst M'gladbach í 10. sæti deildarinnar á meðan Ingolstadt er enn í næst neðsta sæti.

Í seinni leik dagsins mættust Schalke og Hoffenheim. Heimamenn í Schalke komust yfir snemma leiks með marki Alessandro Schopf.

Á 79. mínútu jafnaði Sebastian Rudy leikinn fyrir Hoffenheim en hann mun yfirgefa félagið í sumar og ganga til liðs við Bayern Munchen.

1-1 urðu lokatölur leiksins og er Hoffenheim nú 4. sæti deildarinnar en Schalke er í 12. sæti.

Schalke 04 1 - 1 Hoffenheim
1-0 Alessandro Schopf ('5 )
1-1 Sebastian Rudy ('79 )


Ingolstadt 0 - 2 Borussia M.
0-1 Lars Stindl ('60 )
0-2 Andre Hahn ('90 )


Athugasemdir
banner
banner