sun 26. febrúar 2017 13:27
Kristófer Kristjánsson
Úrslitaleikur deildabikarsins 2017: Man Utd - Southampton
Hver lyftir þessum í dag?
Hver lyftir þessum í dag?
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney hefur verið mikið á milli tannana hjá fjölmiðlum undanfarið en fari svo að Man Utd vinni í dag mun hann lyfta dollunni á Wembley.
Wayne Rooney hefur verið mikið á milli tannana hjá fjölmiðlum undanfarið en fari svo að Man Utd vinni í dag mun hann lyfta dollunni á Wembley.
Mynd: Getty Images
Zlatan finnst ekki leiðinlegt að spila stóru leikina
Zlatan finnst ekki leiðinlegt að spila stóru leikina
Mynd: Getty Images
Sofiane Boufal er dýrasti leikmaður í sögu Southampton; getur hann borgað það til baka í dag?
Sofiane Boufal er dýrasti leikmaður í sögu Southampton; getur hann borgað það til baka í dag?
Mynd: Getty Images
Shane Long var hetja Southamtpon á Anfield. Getur hann verið það aftur í dag?
Shane Long var hetja Southamtpon á Anfield. Getur hann verið það aftur í dag?
Mynd: Getty Images
Manchester United og Southampton mætast í úrslitaleik enska deildabikarsins á Wembley í dag, kl 16:30 (Stöð 2 Sport).

Um er að ræða fyrsta alvöru bikar tímabilsins en Southampton hefur aldrei unnið þessa keppi annað en andstæðingur dagsins, Manchester United, sem hefur unnið fjórum sinnum, síðast 2010.

Þessi lið mættust hinsvegar í úrslitaleik enska bikarsins árið 1976 og bar þá Southampton sigur úr býtum, 1-0.

Jose Mourinho getur jafnað árangur Sir Alex Ferguson (fjórir) og Brian Clough (fjórir) með sigri í dag en hann hefur unnið keppnina þrisvar, alltaf með Chelsea. Mourinho vann einnig enska bikarinn með Chelsea en hann hefur aldrei tapað úrslitaleik á Englandi.

Manchester United mun spila þennan úrslitaleik í níunda sinn í dag en liðið hefur unnið fjóra og tapað fjórum; en unnið síðustu þrjá (2006 gegn Wigan, 2009 gegn Tottenham og 2010 gegn Aston Villa).

Southampton er aðeins annað liðið í sögunni til að komast í úrslit enska deildabikarsins án þess að fá á sig mark. Tottenham afrekaði þetta 1982 en tapaði úrslitaleiknum 3-1 gegn Liverpool.

Claude Puel hefur aðeins einu sinni áður komist í bikarúrslitaleik en það var með Monaco árið 2001 í franska bikarnum. Þá tapaði hann 2-1 eftir framlengdan leik gegn Lyon. Puel hefur þó unnið titil sem stjóri en hann varð franskur meistari með Monaco árið 2000.

Staðfestar byrjunarliðsfréttir verða komnar klukkutíma fyrir leik en ljóst er að Armeninn Henrikh Mkhitaryan missir af leiknum vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik Man Utd og St. Etienne í Evrópudeildinni síðastliðinn fimmtudag.

Michael Carrick er í leikmannahópnum þrátt fyrir smávægileg meiðsli og sömuleiðis er Wayne Rooney tilbúinn til leiks á ný.

Southampton verð án besta leikmanns síns á tímabilinu hingað til, Virgil van Dijk og sömuleiðis eru þeir Charlie Austin, Matt Targett og Alex McCarthy allir frá vegna meiðsla.

Claud Puel mun vona að Sofiane Boufal verði tilbúinn en hann hefur verið að eiga við ökkla meiðsli.


Vegur Man Utd á Wembley
Manchester United hóf keppni í deildabikarnum á útivelli gegn C-deildarliði Northampton Town en lærisveinar Jose Mourinho unnu leikinn 1-3 eftir að hafa tapað síðustu þremur leikjum sínum í öllum keppnum.

Þrátt fyrir áframhaldandi slitrótt gengi liðsins voru engin mistök gerð þegar boðið var upp á grannaslag í 16 liða úrslitunum; Manchester United - Manchester City. Juan Mata skoraði eina mark leiksins eftir samspil við Zlatan Ibrahimovic og United á leiðinni í 8 liða úrslit.

Þar beið West Ham United og þurfti Man Utd að sigra Hamrana án Jose Mourinho sem tók út hliðarlínubann. Zlatan Ibrahimovic og Anthony Martial skoruðu sitthvor tvö mörkin í þægilegum 4-1 sigri og sendu liðið í undanúrslit.

Í undanúrslitum mætti liðið Hull City. Fyrri leiknum lauk með þægilegum 2-0 sigri Man Utd, þökk sé mörkum frá Juan Mata og Marouane Fellaini en endurnært Hull lið, undir stjórn Marco Silva, blés lífi í einvígið í seinni leiknum.

Hull vann leikinn 2-1, en tapaði samanlagt 2-3, og var það fyrsti ósigur Man Utd í 17 leikjum.

Vegur Southampton á Wembley
Bikar ævintýri dýrlinganna hófst 21. september þegar liðið tók á móti Crystal Palace á St. Mary's vellinum. Leiknum lauk 2-0 þökk sé mörkum Charlie Austin og Jake Hesketh.

Næst var það heimaleikur gegn strögglandi liði Sunderland. Dýrasti leikmaður Southampton frá upphafi, Sofiane Boufal, skoraði eina mark leiksins eftir rúman klukkutíma en David Moyes, stjóri Sunderland, var rekinn upp í stúku í eldheitu einvígi.

Eftir tvo þægilega heimaleiki ákvaðu Claude Puel og félagar að hætta fara auðveldu leiðina. Næst á dagskrá var Arsenal á Emirates vellinum og unnu gestirnir frækinn sigur, 0-2 eftir mörk frá Jordy Clasie og Ryan Bertrand.

Í undanúrslitum beið ekki síðra verkefni; Liverpool undir stjórn hins geðþekka Jurgen Klopp. Southampton vann fyrri leikinn, á heimavelli, þökk sé marki Nathaniel Redmond; rýrt forskot fyrir óvænlega heimsókn til Anfield.

Southampton reyndust þó verðugir sigurverar í báðum leikjunum en Shane Long skoraði í uppbótartíma til að tryggja 0-1 sigur á Anfield, 0-2 samanlagt, og dýrlingarnir á leiðinni á Wembley.



Sjá einnig:
Enska hringborðið - Úrslitaleikur og Ranieri
Athugasemdir
banner
banner
banner