Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 26. febrúar 2017 08:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Zarate illa meiddur?
Mynd: Getty Images
Zarate leikmaður Watford var borinn af velli í leik West Ham og Watford í gærkvöldi, hann hafði fram að því átt fínan leik og meðal annars unnið vítaspyrnu sem Troy Deeney skoraði úr.

Talið er að um alvarleg hnémeiðsli sé að ræða, hlúð var að Zarate á vellinum í um átta og hálfa mínútu áður en hann var borinn af velli.

Mazzarri stjóri Watford talaði um það eftir leikinn í gærkvöldi að það kæmi líklega í ljós í dag hversu alvarleg meiðslin eru.

Zarate sem kom til Watford í janúar mánuði síðastliðnum lék áður með West Ham og var því að spila gegn sínum gömlu félögum þegar atvikið átti sér stað.

Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli, Troy Deeney skoraði mark Watford í fyrri hálfleik en Andre Ayew jafnaði fyrir West Ham í þeim seinni.
Athugasemdir
banner