Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 26. mars 2015 10:35
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Arsenal og Liverpool berjast um framherja
Powerade
Luiz Adriano gæti verið á leið í enska boltann.
Luiz Adriano gæti verið á leið í enska boltann.
Mynd: Getty Images
Green er á óskalista Chelsea.
Green er á óskalista Chelsea.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru í stuði í landsleikjahléinu. Kíkjum á slúður dagsins.



Gareth Bale ætlar að hafna tilboðum úr ensku úrvalsdeildinni og vera áfram hjá Real Madrid. (Daily Mail)

Liverpool og Manchester United eru á meðal félaga sem vilja fá Dani Alves frá Barcelona í sumar. (Daily Mirror)

Gríski varnarmaðurinn Kyriakos Papadopoulos vill fara úr þýsku Bundesligunni þar sem hann hefur verið í láni hjá Bayer Leverkusen frá Schalke. Papadopoulos gæti farið til Liverpool. (Metro)

Óvíst er hvort West Ham muni kaupa Alex Song frá Barcelona í sumar en hann hefur verið í láni hjá félaginu í vetur. (Daily Mail)

Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Luiz Adriao framherja Shakhtar Donetsk en hann verður samningslaus í lok árs. (Talksport)

Charlie Adam vill gera nýjan samning við Stoke. (Stoke Sentinel)

Southampton ætlar að reyna að krækja í Eder framherja Braga í sumar. (Talksport)

Swansea vill ganga frá nýjum samningi við vinstri bakvörðinn Neil Taylor sem fyrst. (South Wales Evening Post)

Chelsea mun reyna að fá Robert Green markvörð QPR til að fylla skarð Petr Cech í sumar. (The Times)

Manchester City hefur neitað sögusögnum um að félagið sé í viðræðum við Carlo Ancelotti um að taka við af Manuel Pellegrini. (Daily Star)

John Terry segir að símtal frá Jose Mourinho árið 2013 hafi bjargað ferli sínum. (The Sun)

Jerzy Dudek, fyrrum markvörður Liverpool, segir að Wojciech Szczesny þurfi að yfirgefa Arsenal til að bjarga ferli sínum. (Daily Star)

Newcastle er að íhuga að fara í æfingaferð til Bandaríkjanna til að fá fleiri aðdáendur á heimsvísu. (Newcastle Chronicle)

Manchester United er í efsta sæti á lista yfir 50 ensk félög þar sem tekið er inn í reikninginn áhorfendafjölda, fjölda stuðningsmana í heiminum, titla, árangur, gæði leikmanna og innkoma. Arsenal er í öðru sæti en síðan koma Liverpool, Chelsea og Manchester City. (Daily Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner