Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. mars 2015 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: BBC 
Barcelona fær úrslitaleik á heimavelli
Mynd: Getty Images
Úrslitaleikur spænska Konungsbikarsins er á milli tveggja sigursælustu liða keppninnar frá upphafi, Barcelona og Athletic Bilbao, sem hafa unnið bikarinn 27 og 23 sinnum.

Það sem hefur vakið mikla athygli er að völlurinn sem spilað verður á er Camp Nou, heimavöllur Börsunga.

Real Madrid neitaði að hýsa leikinn á sínum velli, þannig að heimavellir Sevilla og Valencia komu til greina auk Camp Nou og San Mamés, sem er heimavöllur Athletic. Þá þurfti að grípa til kosninga, sem enduðu með því að Barcelona fær heimaleik.

Þetta er í fyrsta skipti sem úrslitaleikur í bikarnum er haldinn á heimavelli annars liðsins síðan árið 2002, þegar Deportivo La Coruna lagði Real Madrid í Madríd.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner