Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 26. mars 2015 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: DM 
Dudek segir Szczesny ekki eiga framtíð hjá Arsenal
Szczesny og Emiliano Martinez, þriðji markvörður hjá Arsenal.
Szczesny og Emiliano Martinez, þriðji markvörður hjá Arsenal.
Mynd: Getty Images
Jerzy Dudek, fyrrverandi markvörður Liverpool, ráðleggur samlanda sínum Wojciech Szczesny að fara frá Arsenal til að komast í byrjunarlið pólska landsliðsins.

Dudek er ánægður með úrval markvarða en finnst leiðinlegt að sjá Szczesny dúsa á bekknum hjá Arsenal eins og Fabianski gerði forðum.

,,Þetta er alvarlegt mál. Sem betur fer höfum við tvo aðra markverði sem geta leyst Szczesny af með sóma," sagði Dudek við TVP Sport.

,,Lukasz Fabianski er að spila frábærlega og svo er hinn reyndi Artur Boruc alltaf kostur. Mér finnst mjög ólíklegt að Szczesny spili gegn Írum, hann ætti að skoða sig um því hann fær of lítinn spilatíma hjá Arsenal.

,,Ég myndi ekki bíða eftir að komast aftur í byrjunarliðið eins lengi og Fabianski gerði á sínum tíma. Það er augljóst að Arsene Wenger ætlar sér að nota David Ospina áfram."


Szczesny missti byrjunarliðssætið til Ospina eftir að hann var gripinn við að reykja eftir tapleik gegn Southampton á nýársdag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner