Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 26. mars 2015 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Yahoo 
Úrvalsdeildarfélög fjórfölduðu metið
Stjörnum prýtt lið Rauðu djöflanna laðar marga sjónvarpsáhorfendur.
Stjörnum prýtt lið Rauðu djöflanna laðar marga sjónvarpsáhorfendur.
Mynd: Getty Images
Ensk úrvalsdeildarfélög voru að fjórfalda hagnaðarmetið sem var sett á tímabilinu 1997-98.

Þrátt fyrir slæmt gengi í evrópukeppnum hafa ensk félagslið grætt helling á nýjum sjónvarpssamningum og skiluðu samanlögðum 190 milljón punda gróða fyrir skatt, sem samsavarar rúmlega 38 milljörðum íslenskra króna.

Á fyrsta áratug 21. aldar töpuðu úrvalsdeildarfélögin samanlagt 2.6 milljörðum punda, eða 525 milljörðum króna, og er þetta því mikill viðsnúningur.

Í skýrslunni, sem er frá Deloitte, kemur fram að velta úrvalsdeildarfélaga fyrir tímabilið 2012-13 voru 620 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner