Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
   sun 26. mars 2017 13:12
Elvar Geir Magnússon
Dublin
Björn Bergmann: Mamma er að njóta athyglinnar
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagamaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark í sigrinum gegn Kosóvó á föstudaginn. Hann er nú mættur til Dublin með landsliðshópnum en framundan er vináttuleikur gegn Írum á þriðjudag.

Björn ræddi við Fótbolta.net í garðinum við hótel íslenska landsliðsins.

„Það var frábær tilfinning að sjá boltann fara í netið og komast einu marki yfir. Það var frábær tilfinning. Þetta var rosalega erfiður leikur og við vissum að við þyrftum að berjast og halda samheldninni,"

Eins og mikið hefur verið fjallað um er Björn Bergmann fjórði bróðirinn sem skorar fyrir íslenska landsliðið. Móðir hans, Bjarney Jóhannesdóttir, hefur því eignast fjóra syni sem skorað hafa fyrir Ísland.

Björn er búinn að heyra í bræðrum sínum.

„Ég heyrði í þeim eftir leikinn og þeir voru náttúrulega rosa stoltir eins og öll fjölskyldan, yfir því að ég skoraði þetta mark og við unnum leikinn. Mamma hefur verið aðeins í sjónvarpinu og er heldur betur að njóta athyglinnar."

Björn, sem spilar fyrir Molde í Noregi, kom inn í landsliðið í þessari undankeppni en áður hafði hann leikið einn A-landsleik, það var árið 2011. Við spurðum hann út í hvernig upplifunin hefur verið.

„Það er búið að vera rosalega skemmtilegt. Þetta er hrikalega flottur hópur, allir eru vinir og það er ekkert vesen. Það er búið að vera rosalega skemmtilegt, miklu skemmtilegra en ég bjóst við."

Viðtalið má sjá í heildinni í sjónvarpinu hér að ofan en þar talar Björn meðal annars um leikinn gegn Írum.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner