Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
banner
   sun 26. mars 2017 18:00
Elvar Geir Magnússon
Dublin
Jón Daði um bekkjarsetuna: Er ekki stærri en einhver annar
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það kom mörgum á óvart að sóknarmaðurinn Jón Daði Böðvarsson var geymdur á bekknum þegar Ísland vann Kosóvó á föstudaginn. Fótbolti.net spjallaði við Jón Daða fyrir utan hótel landsliðsins í Dublin þar sem liðið spilar vináttuleik við Íra á þriðjudaginn.

Jón Daði fer ekki leynt með það að svekkjandi hafi verið að missa sæti sitt.

„Eðlilega var ég svekktur, það væri skrýtið ef maður væri sáttur við að vera á bekknum, En ég er ekki stærri en einhver annar. Ég tók þessu eins og maður og ákvað að koma með alvöru kraft af bekknum þá," segir Jón Daði.

Næsti mótsleikur er risastór gegn Króatíu í júní. Jón Daði segist ákveðinn í að vinna sæti sitt til baka fyrir þann leik.

„Að sjálfsögðu er það stefnan. Ekki bara með landsliðinu, líka að gera vel með félagsliðinu sem ég er í. Það er einn dagur í einu og ég vil sjá hvern einasta dag sem bætingu. Svo sér maður í framhaldinu hvert það leiðir mann."

Á þriðjudag leikur Ísland vináttulandsleik gegn Írum. Hvernig er Jón Daði gíraður fyrir þann leik?

„Ég er mjög spenntur. Þetta er skemmtilegt lið að spila á móti. Þetta verður örugglega flottur leikur og mikilvægt fyrir allt liðið að fá þennan leik. Sérstaklega fyrir þá sem hafa kannski ekki spilað mikið. Það verður gott að mæta sterkum í Írum."

Viðtalið er í heild í sjónvarpinu hér að ofan.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner