sun 26. apríl 2015 19:15
Brynjar Ingi Erluson
Elmar í sigurliði Randers gegn FCK
Theodór Elmar Bjarnason
Theodór Elmar Bjarnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrír Íslendingar voru í eldlínunni er Randers sigraði FCK með þremur mörkum gegn engu í dönsku deildinni í dag.

Theodór Elmar Bjarnason spilaði allan leikinn fyrir Randers í dag en hann hefur verið lykilmaður í liðinu frá því hann kom fyrir þremur árum.

Rúrik Gíslason og Björn Bergmann Sigurðararson léku þá allan leikinn fyrir FCK. Ögmundur Kristinsson sat allan tímann á bekknum hjá Randers.

Randers er í þriðja sæti með 41 stig á meðan FCK er í öðru sæti með 49 stig.

Eggert Gunnþór Jónsson spilaði þá allan leikinn er Vestsjælland steinlá gegn Brondby, 4-0, en Hólmbert Aron Friðjónsson sat á varamannabekknum hjá Brondby í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner