Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 26. apríl 2015 16:51
Jóhann Ingi Hafþórsson
England: Chelsea færist nær titlinum eftir jafntefli gegn Arsenal
Cesc Fabregas og Aaron Ramsey berjast um boltann í dag.
Cesc Fabregas og Aaron Ramsey berjast um boltann í dag.
Mynd: Getty Images
Arsenal 0 - 0 Chelsea

Arsenal og Chelsea mættust í stórleik umferðarinnar í enska boltanum í dag.

Chelsea myndi svo gott sem tryggja sér titilinn með sigri á meðan Arsenal gæti komið spennu í toppbaráttuna skildi þeir vinna.

Staðan í hálfleik var 0-0 en Chelsea hefði hugsanlega átt að fá tvær vítaspyrnur en Michael Oliver var ekki sammála og bókaði hann m.a Cesc Fabregas fyrir að dýfa sér.

Arsenal vildu síðan fá vítaspyrnu hinum megin er Gary Cahill fékk boltann í höndina en aftur dæmdi Oliver ekki neitt. Ekki var mikið um upplögð tækifæri og fóru liðin því markalaus í leikhléið.

Svipað var upp á teningnum í síðari hálfleik, lítið um opin færi þrátt fyrir góða spilakafla beggja liða.

Niðurstaðan 0-0 og eru liðsmenn Chelsea væntanlega sáttir við þau úrslit þar sem þeir færast nær titlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner