Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 26. apríl 2015 13:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Lallana: Liverpool getur ennþá náð fjórða sæti
Adam Lallana.
Adam Lallana.
Mynd: Getty Images
Liverpool getur ennþá náð fjórða sæti, þrátt fyrir jafntefli við West Brom í gær, samkvæmt Adam Lallana.

Englendingurinn var í liðinu sem gerði markalaust jafntefli á Hawthorns vellinum í gær en Liverpool er nú sjö stigum frá fjórða sæti þegar fimm leikir eru eftir.

Fyrstur þeirra leikja er útileikur gegn Hull á þriðjudaginn og er Lallana viss um að Liverpool geti unnið alla leikina sem eftir eru og náð fjórða sæti.

„Við erum tilbúnir fyrir leikinn gegn Hull og við munum reyna að ná í þrjú stig og setja pressu á liðin fyrir ofan okkur."

„Mér finnst ennþá eins og við getum náð fjórða sæti ef við vinnum leikina sem eftir eru, við erum óheppnir ef við náum ekki Meistaradeildar sæti," sagði Lallana.

Athugasemdir
banner