Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   sun 26. apríl 2015 11:25
Elvar Geir Magnússon
Liverpool vill Milner og Jovetic
Powerade
Hundurinn er til í slaginn.
Hundurinn er til í slaginn.
Mynd: Instagram
Til Liverpool?
Til Liverpool?
Mynd: Getty Images
Góðan og gleðilegan sunnudag! Hér má finna slúðurpakka dagsins í boði Powerade en BBC tók saman flesta molana.

Mesut Özil klæddi Balboa, hundinn sinn, í treyju Arsenal fyrir leikinn gegn Chelsea í dag. (Daily Mail)

Liverpool vill fá enska miðjumanninn James Milner (29) frá Manchester City þegar samningur hans rennur út í sumar. Félagið hefur einnig áhuga á framherjanum Stevan Jovetic (25). (Daily Star Sunday)

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, sagði eftir 0-0 jafnteflið við West Brom að hann þurfi nauðsynlega að kaupa nýjan sóknarmann. (Sky Sports)

Inter á Ítalíu vill fá Jovetic á láni í eitt tímabil með möguleika á að kaupa hann svo fyrir 12 milljónir punda. (Mail on Sunday)

Eddie Howe, stjóri Bournemouth, er á lista West Ham yfir stjóra sem gætu tekið við í sumar ef félagið ákveður að endurnýja ekki samning Stóra Sam Allardyce. (Sunday Telegraph)

Sunderland vill að Allardyce komi í stað Dick Advocaat í lok tímabils og er tilbúið að bjóða þessum 60 ára stjóra tvær milljónir punda á ári til 2018. (Sun)

Louis van Gaal, stjóri Manchester United, ýjar að því að Radamel Falcao (29) sóknarmaður Monaco sé ekki í sínum framtíðaráætlunum. (Manchester Evening News)

Manchester-félögin United og City berjast um Ilkay Gundogan, leikmann Borussia Dortmund. Þýska félagið segist ekki hafa borist tilboð frá United í leikmanninn. (Daily Star/Sunday Express)

Manchester City mun bjóða í brasilíska miðjumanninn Roberto Firmino (23) hjá Hoffenheim. (Sunday Mirror)

City er að horfa til 18 ára framherja Fulham, Patrick Roberts, en Englandsmeistararnir eru að horfa til reglna um heimamenn. (Sunday Express)

Patrick Bamford (21) framherji Chelsea er á óskalista Southampton eftir að hafa staðið sig vel á lánssamningi hja Middlesbrough. (ESPN)

Arsenal íhugar að gera 15 milljóna punda tilboð í Nabil Fekir (21) miðjumann Lyon. (Sunday Mirror)

Tony Pulis stjóri West Brom vill kaupa sóknarmanninn Jamie Vardy (28) frá Leicester City. (Sunday People)

Alan Pardew, stjóri Crystal Palace, vill fá senegalska sóknarmanninn Papiss Cisse (29) frá Newcastle. (Sunday People)

Gareth Southgate, þjálfari enska U21-landsliðsins, ætlar að gera allt sem hann getur til að sannfæra Harry Kane um að spila á EM U21 í sumar. (Mail on Sunday)
Athugasemdir
banner
banner
banner