Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 26. apríl 2015 12:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Spánn: Malaga missteig sig gegn Deportivo
Oriol Riera jafnaði fyrir Deportivo.
Oriol Riera jafnaði fyrir Deportivo.
Mynd: Getty Images
Malaga 1 - 1 Deportivo
1-0 Nordin Amrabat ('47 )
1-1 Oriol Riera ('60 )

Malaga og Deportivo La Coruna mættust í fyrsta leik spænska boltans í dag.

Malaga er í baráttu um evrópusæti í deildinni á meðan Deportivo er í mikilli fallbaráttu.

Það voru heimamenn sem komust yfir rétt eftir leikhlé með marki Nordin Amrabat en 13 mínútum síðar jafnaði Oriol Riera metin og þar við sat.

Malaga varð því af mikilvægum stigum í baráttunni um sæti í Evrópu deildinni að ári en Derportvo náði mikilvægu stigi og eru nú stigi á undan Almeria sem er í síðasta fallsæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner