Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 26. apríl 2017 09:15
Magnús Már Einarsson
Addó: Þetta er smá nýtt fyrir okkur
Arnar Þór Valsson, Addó.
Arnar Þór Valsson, Addó.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Arnar Þór Valsson, þjálfari ÍR, segir að spá fyrirliða og þjálfara í Inkasso-deildinni komi sér ekki á óvart. ÍR er spáð 10. sæti í sumar.

„Nei, spáin kemur mér ekki á óvart, það er oftast þannig að lið sem kemur upp er spáð neðarlega sem nýliðar í deildinni," sagði Addó við Fótbolta.net.

ÍR-ingar unnu 2. deildina í fyrra með miklum yfirburðum og snúa aftur í næstefstu deild eftir fjögurra ára hlé.

„Þetta er smá nýtt fyrir okkur að vera spáð í neðri hlutanum í þeirri deild sem við erum í, enda hefur okkur oftast verið spáð í toppsætunum síðustu ár í 2. deildinni. Nú þurfum við að bregðast við og reyna að vera ofar sem er bara skemmtilegt verkefni. Það var erfitt í fyrra að lenda ofar en okkur var spáð þar sem okkur var spáð 1 sæti í 2. deildinni, svo það verður bara skemmtilegt og krefjandi að ná ofar en 10 sæti."

„Markmið okkar er að ná stöðuleika í 1. deildinni, þá getum við byggt ofan á það frá ári til árs. Við einblínum ekki á neitt sæti við viljum bara tryggja veru okkar í deildinni á næsta ári. ÍR ingar erum búnir að tala mikið um það síðustu ár að ÍR eigi ekki heima í 2. deild, og að við eigum ekki að vera neðar en í 1. deild og nú erum við komnir þangað og það er okkar leikmanna, þjálfara, stuðningsmanna og stjórnarmanna að halda okkur þarna og ná stöðuleika þar."

Nokkrar breytingar hafa orðið á hópnum og Addó er ánægður með hvernig hefur gengið að styrkja hópinn.

„Það hefur gengið vel, við fengum Axel Kára, Gumma, Reynir, Stebba Páls og Jónatan heim, en þetta eru uppaldir ÍR ingar sem hafa reynt fyrir sér annarsstaðar síðustu ár, og það er frábært að þeir hafi viljað koma til ÍR aftur, sem sýnir okkur að þeim líður vel hjá ÍR og virða félagið. Einnig höfum við fengið Jordan,Viktor, Styrmir og núna síðast Steinar (á láni) til okkar, en þetta eru allt algjörir toppdrengir og falla vel inní skemmtilega andann sem ríkir hjá ÍR. "

„Við ákváðum að vanda valið á þeim sem við fengum fyrir tímabilið og náðum okkur í þá stöður sem við töldum að við þurftum að styrkja. Þessir leikmenn bætast við okkar flotta hóp sem náði frábærum árangri á síðasta ári í 2.deildinni. Nokkrir leikmenn ákváðu að róa á önnur mið og vil ég nota tækifærið hérna og þakka þeim fyrir sitt framlag til ÍR síðustu ár,"
sagði Addó en gætu fleiri leikmenn bæst við fyrir mót?

„Maður á aldrei að segja aldrei í þessu, við erum opnir fyrir því ef góðir leikmenn vilja koma í ÍR, þannig að maður veit aldrei í þessu. En við förum sáttir inní mótið með þennan hóp ef við fáum ekki meiri liðsstyrk."

„Þetta verður hörku deild, en svona miðað við það sem ég hef séð og spilað á móti þá eru Þróttur, Fylkir og Keflavík með sterkustu liðin og eiga að vera við toppinn í deildinni, svo er alltaf 1 til 2 lið sem lauma sér með í þá baráttu. Þróttararnir eru sérstaklega vel mannaðir að mér finnst og eru sigurstranglegastir í deildinni. En ég held að allir geti unnið alla á góðum degi," sagði Addó en hvaða lið sér hann vera að berjast í neðri hlutanum?

„Það er alveg eðlilegt að nýliðum í deildinni sé spáð í neðri hlutanum, og það er bara okkar að sýna að við viljum ekki vera þar, og það getur enginn gert neitt í því nema leikmennirnir sem spila leikina og þjálfararnir sem þjálfa liðin. En ég vil engum svo illt að spá þeim í neðri hlutanum, eina sem er í mínum huga er að við séum ekki þar," sagði Addó.
Athugasemdir
banner
banner