mið 26. apríl 2017 12:39
Magnús Már Einarsson
Barton veðjaði 410 krónum á að hann myndi skora fyrsta markið
Joey Barton.
Joey Barton.
Mynd: Getty Images
Joey Barton var fyrr í dag dæmdur í 18 mánaða bann frá fótbolta eftir að hafa brotið reglur með því að veðja á fótboltaleiki.

Frá 26. mars 2006 til 13. maí 2016 veðjaði Barton á úrslit í 1260 leikjum. Leikmenn á Englandi mega ekki veðja á leiki og því hefur Barton nú verið settur í bann.

Barton segist í yfirlýsingu hafa leitað sér hjálpar vegna spilafíknar en hann veðjar mjög oft á íþróttaviðburði. Barton hefur yfirleitt ekki veðjað háum fjárhæðum og hann segist ekki hafa reynt að hagræða úrslitum með veðmálum sínum.

Í apríl árið 2006 lagði Barton þrjú pund undir (410 krónur) og sagði að hann myndi skora fyrsta markið í leik Manchester City og Fulham. Það gekk þó ekki og Barton tapaði þremur pundum.

Barton hefur ákveðið að áfrýja lengd leikbannsins en eins og staðan má hann ekki spila fyrr en í október 2018.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner