Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 26. apríl 2017 20:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Belgía: Grátlegt jafntefli hjá lærisveinum Rúnars
Rúnar Kristinsson þjálfar Lokeren.
Rúnar Kristinsson þjálfar Lokeren.
Mynd: Kristján Bernburg
Royal Excel Mouscron 2 - 2 Lokeren
1-0 Nathan Kabasele ('42 )
1-1 Koen Persoons ('52 )
1-2 Thibault Peyre ('88 , sjálfsmark )
2-2 Thibault Peyre ('90 )

Lokeren sem leikur undir stjórn Rúnars Kristinssonar gerði grátlegt jafntefli í belgísku úrvalsdeildinni í kvöld.

Liðið mætti Royal Excel Mouscron og lenti undir rétt fyrir leikhlé. Mark heimamanna gerði Nathan Kabasele.

Í seinni hálfleiknum tókst Lokeren að snúa stöðunni sér í vil, en eftir sjálfsmark Thibault Peyre á 88. mínútu var staðan 2-1 fyrir Lokeren.

Það stefndi allt í sigur Lokeren, en í uppbótartíma skoraði Thibault Peyre í rétt mark og jafnaði metin. Grátlegt fyrir Lokeren.

Ari Freyr Skúlason spilaði ekki með Lokeren í dag, en Gary Martin, fyrrverandi leikmaður KR og ÍA, spilaði allan leikinn.

Búið er að skipta belgísku deildinni upp en liðið sem sigrar riðil Lokeren kemst í forkeppni Evrópudeildarinnar. Liðinu tókst ekki að komast í sex liða riðilinn þar sem barist er um meistaratitilinn.
Athugasemdir
banner
banner