Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 26. apríl 2017 17:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Bayern og Dortmund: Hverjir fara í úrslit?
Bayern er með ógnarsterkt lið.
Bayern er með ógnarsterkt lið.
Mynd: Getty Images
Það er stórleikur að hefjast eftir tæpa klukkustund! Risarnir í Bayern München taka á móti sínum helstu keppinautum í Borussia Dortmund í undanúrslitum þýska bikarsins. Leikurinn er 18:45.

Sigurliðið mun mæta Eintracht Frankfurt í úrslitum en Frankfurt vann Borussia Mönchengladbach í vítaspyrnukeppni í gær.

Byrjunarliðin fyrir leikinn eru komin á pappír og þar er ekki mikið sem kemur á óvart. Bæði lið tefla fram sterkum liðum.

Sóknarlínurnar eru í aðalhlutverki og það verður skemmtilegt að fylgjast með Pierre-Emerick Aubameyang hjá Dortmund og Robert Lewandowski hjá Bayern; þessir menn breyta leikjum.

Hér að neðan má sjá byrjunarliðin í heild sinni.

Byrjunarlið Bayern München: Ulreich, Hummels, Martinez, Lahm, Alaba, Alonso, Thigao, Vidal, Robben, Ribery, Lewandowski.

Byrjunarlið Dortmund: Bürki, Bender, Dembélé, Reus, Guerreiro, Aubameyang, Sokratis, Piszczek, Castro, Schmelzer, Weigl.





Athugasemdir
banner
banner