Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 26. apríl 2017 20:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Arsenal stal sigri - Sunderland færist nær falli
Boltinn fer hér fram hjá Kasper Schmeichel, markverði Leicester.
Boltinn fer hér fram hjá Kasper Schmeichel, markverði Leicester.
Mynd: Getty Images
Sunderland er á leið niður.
Sunderland er á leið niður.
Mynd: Getty Images
Tveimur áhugaverðum leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni núna fyrir stuttu. Þrír leikir eru spilaðir í deildinni í kvöld, en leikur Crystal Palace og Tottenham hófst seinna.

Arsenal þurfti á þremur stigum að halda gegn Englandsmeisturum Leicester og þeim tókst að ná í þau.

Leikurinn spilaðist þannig að Arsenal hélt boltanum mikið án þess að skapa mikið af færum. Það leit allt út fyrir að leikurinn myndi enda með markalausu jafntefli, alveg fram á 86. mínútu.

Þá skoraði varnarmaðurinn Robert Huth sjálfsmark sem skilaði Arsenal sigrinum. Arsenal heldur sér í Meistaradeildarbaráttu.

Það þarf eitthvað mikið að gerast til þess að Sunderland spili ekki í Championship-deildinni á næsta tímabili. Middlesbrough heldur í vonina eftir sigur á Sunderland í kvöld.

Bæði lið eru í mikilli hættu, en í kvöld var það Middlesbrough sem stóð uppi sem sigurvegari. Eina markið á Árbökkum, eins og heimavöllur Boro er kallaður, kom eftir níu mínútur.

Það gerði Hollendingurinn Marten de Roon, en þetta mark gæti reynst afdrífaríkt fyrir bæði lið. Það gæti komið Sunderland langleiðina niður Í Championship og hjálpað Middlesbrough að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. Liðið er sex stigum frá öruggu sæti.

Arsenal 1 - 0 Leicester City
1-0 Robert Huth ('86 , sjálfsmark)


Middlesbrough 1 - 0 Sunderland
1-0 Marten de Roon ('9 )

Hér að neðan má sjá stigatöfluna í deildinni, en það gæti tekið hana einhvern tíma að uppfæra sig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner