Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 26. apríl 2017 05:55
Elvar Geir Magnússon
England í dag - Stóri Sam fær Spurs í heimsókn
Stóri Sam Allardyce, stjóri Palace.
Stóri Sam Allardyce, stjóri Palace.
Mynd: Getty Images
Þrír leikir verða í ensku úrvalsdeildinni í kvöld, tveir þeirra hefjast 18:45 og einn 19.

Arsenal mætir Englandsmeisturum Leicester. Alex Oxlade-Chamberlain gæti spilað þrátt fyrir að hafa yfirgefið leikvanginn á hækjum þegar Arsenal vann Manchester City í bikarnum á sunnudaginn.

Hjá Leicester eru Wes Morgan og Islam Slimani á meiðslalistanum. Þá spilar Nampalys Mendy ekki meira á tímabilinu vegna meiðsla.

Tvö lélegustu lið deildarinnar eigast við þegar Middlesbrough mætir Sunderland. Gaston Ramirez er í banni hjá Boro og Sebastian Larsson hjá Sunderland.

Klukkan 19 mætast Crystal Palace og Tottenham en heimamenn eiga í miklum meiðslavandræðum. James Tomkins gæti verið úr leik út tímabilið vegna alvarlegra ökklameiðsla og Scott Dann er einnig meiddur.

Sá leikur er sýndur beint á Stöð 2 Sport en hinir tveir leikirnir verða ekki í beinni.

Leikir kvöldsins:
18:45 Arsenal - Leicester City
18:45 Middlesbrough - Sunderland
19:00 Crystal Palace - Tottenham Hotspur (Stöð 2 Sport)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner